Fjölsótt Ólafsdalshátíð 2018

Ólafsdalshátíðin var haldin í einstakri veðurblíðu laugardaginn 11. ágúst. Tæplega 100 manns skoðuðu fornleifauppgröftinn undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur um morguninn. Um hádegi var straumur fólks í dalinn til að ná glæsilegri hátíðardagskrá og markaði. Nokkrar myndir frá hátíðinni eru komnar á facebook síðu Ólafsdal. Í lok hátíðar var svo dregið í happdrættinu. Nokkrir vinningar eru ósóttir:
Miði 227: Amma mús – handavinnuhús: útsaumspakki (tveir púðar)
Miði 296: Amma mús – handavinnuhús: útsaumspakki (tveir púðar)
Miði 396: Hlið á Álftanesi (c/o Fjörukráin): gisting fyrir tvo með morgunmat.
Miðið 424: Fjörukráin: sælkerakvöldverður fyrir tvo.
Eigendur miðanna eru hvattir til að vitja vinninganna hjá Rögnvaldi, formanni Ólafsdalsfélagsins, sími 6932915, netfang rognvaldur@rrf.is

Ólafsdalshátíðin 2018 – dagskrá og vinningaskrá

Dagskrá Ólafsdalshátíðarinnar 2018 er fjölbreytt og fræðandi. Allir eru velkomnir í dalinn 11. ágúst nk. og enginn aðgangseyrir.

Vinningaskrá í Ólafsdalshappdrættinu:

  1. Glæsilegur ferðavinningur.
  2. Hótel Rangá: Deluxe gisting fyrir tvo með morgunmat. Verðgildi um 50.000 kr
  3. Íslandshótel (eitthvert þeirra): Gisting fyrir tvo m. morgunmat. Verðgildi um 35.000 kr
  4. Hótel Laxá í Mývatnssveit: Gisting fyrir tvo með morgunmat. Verðgildi um 35.000 kr
  5. Bílaleigan Höldur: Bílaleigubíll í A flokki í þrjá daga. Verðgildi um 30.000 kr
  6. Hlið á Álftanesi: Gisting fyrir tvo með morgunmat. Verðgildi um 24.000 kr
  7. Fjörukráin í Hafnarfirði: Sælkerakvöldverður fyrir tvo. Verðgildi um 14.000 kr
  8. Kjörbúðin í Búðardal: Revlon hárblásari með bursta. Verðgildi um 8.000 kr
  9. Kjörbúðin í Búðardal: Borðspilið „Beint í mark“. Verðgildi um 8.000 kr
  10. Krauma við Deildartunguhver: Bað og spa fyrir tvo. Verðgildi 7.600 kr
  11. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri: Bókin Íslenskir sláttuhættir eftir Bjarna Guðmundsson prófessor (2015). Verðgildi 6.800 kr
  12. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri: Bókin Íslenskir heyskaparhættir eftir Bjarna Guðmundsson prófessor (2018). Verðgildi 6.000 kr
  13. Klausturkaffi á Skriðuklaustri: Kaffihlaðborð fyrir tvo. Verðgildi um 5.000 kr
  14. Helf Design (á Ólafsdalsmarkaði): Handverk að eigin vali. Verðgildi um 5.000 kr
  15. Kjörbúðin í Búðardal: Borðspilið „Krakka Alias“. Verðgildi um 5.000 kr
  16. VorkX (á Ólafsdalsmarkaði): Kertastjaki að eigin vali. Verðgildi um 4.500 kr
  17. ON: Aðgangur fyrir tvo að jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun. Verðgildi 3.900 kr
  18. ON: Aðgangur fyrir tvo að jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun. Verðgildi 3.900 kr
  19. Síldarminjasafnið á Siglufirði: Aðgangur fyrir tvo. Verðgildi 3.600 kr
  20. Snorri Helgason. „Vittu til“ geisladiskur frá 2017. Verðgildi um 3.000 kr
  21. Snorri Helgason. „Vittu til“ geisladiskur frá 2017. Verðgildi um 3.000 kr

Ath. Líklega bætast nokkrir vinningar við fyrir hátíðina.

Fornleifarannsóknir í Ólafsdal

 

Við fornleifaskráningu í Ólafsdal fundust rústir sem aldursgreindar hafa verið til 9. eða 10. aldar. Fornleifastofnun Íslands mun hefja rannsóknir sumarið 2018 í samvinnu við Minjavernd.

Útlínur skála við Tunguholt, nærri Ólafsdalsánni.

Rústaþyrpingin fannst á Tungunni innarlega í Ólafsdal, milli ánna. Þar eru nokkrar byggingar, m.a. aflöng rúst yfir 20 m löng með bogadregnum langveggjum og niðurgrafin sporöskjulaga rúst við enda hennar. Hvoru tveggja gat verið til marks um háan aldur, sennilega víkingaöld. Haustið 2017 var grafinn könnunarskurður og komið niður á gólflag og eldstæði. Öskusýni sem send voru til aldursgreiningar í Glasgow benda til þess að rústin sé frá 9. eða 10. öld.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebooksíðu rannsóknarinnar.

Fjölsótt Ólafsdalshátíð 2017

Ólafsdalshátíðin 2017 var sú fjölsóttasta frá upphafi enda dagskráin vegleg og veðrið lék við hátíðargesti.

Stjórn Ólafsdalsfélagsins færir öllum gestum og þeim sem lögðu sitt af mörkum í þágu hátíðarinnar, bestu þakkir.

Enn eru nokkrir vinningar ósóttir.

Þeir komu á miða nr. 86, 333, 381, 422, 458, 499 og 567 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Vinninganna má vitja hjá Rögnvaldi Guðmundssyni, formanni Ólafsdalsfélagsins; rognvaldur@rrf.is, farsími 6932915.

Víkingaaldarminjar í Ólafsdal?

Ólafsdalshátíðin hófst á sögugöngu undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings. Efni þeirrar sögugöngu hefur vakið nokkra athygli enda mögulega fundnar minjar frá víkingaöld í dalnum. Hér má sjá frétt Skessuhorns um gönguna.

Ólafsdalshátíð 2017 – Fjölbreytt dagskrá

Ferðamálaráðherra, Laddi, Valdimar, Leikhópurinn Lotta, erindi um fornleifar í Ólafsdal, Harmonikkuleikarar úr Dalabyggð, gönguferð með leiðsögn, sýningar, handverks- og matarmarkaður, hestar teymdir undir börnum. Allir finna eitthvað við sitt hæfi á Ólafsdalshátíð 2017 sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2017

12.00-13.15 Gönguferð um minjastaði í Ólafsdal.
Hafa fundist víkingaaldarminjar í dalnum? Leiðsögumaður: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Mæting kl. 11.45.

13.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst.
Veglegir vinningar: Miðaverð 500 kr.

13.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu

  • Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.
  • Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð.
  • Konurnar í Ólafsdal: sýning á 2. hæð.
  • Fræðslumyndband um Ólafsdal á 2. hæð.

14.00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Erindi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.

Gamanmál: Snillingurinn síungi Laddi (Þórhallur Sigurðsson) með 30 mínútna skemmtidagskrá. Afbragð fyrir tárakirtlana og hláturtaugarnar.

Tónlist: Félagar í Harmonikkufélaginu Nikkólínu í Dalabyggð taka á sprett.

Erindi: Fornleifar og menningarlandslag í Ólafsdal. Birna Lárusdóttir, forleifafræðingur.

Tónlist: Söngvarinn góðkunni Valdimar Guðmundsson syngur fyrir gesti. Undirleikari Örn Eldjárn.

Leiklist: Félagar í Leikhópnum Lottu skemmta börnum á öllum aldri.

Kynnir: Halla S. Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal.

17.00 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.

Hestar teymdir undir börnum.

Kaffi, djús, kleinur, flatkökur og pönnukökur á sanngjörnu verði.

ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

Gestkvæmt eftir sumaropnun

Sumaropnun Ólafsdals hófst 25. júní og verður opið alla daga milli 12 og 17 til 19. ágúst.  Staðarhaldarar eru Elfa Stefánsdóttir leiðsögumaður og Haraldur J. Bjarnason. Búið er að gefa út ritling og veggspjald á íslensku og ensku.

Gestkvæmt var fyrstu daga sumaropnunar og meðal annars kom þangað hópur sextíu ára stúdenta frá MR. Við það tilefni voru eftirfarandi myndir teknar.

60_ára_MR_stúdentar

MR_1

MR_2

Ólafsdalshátíð

Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2016_2

Grænir dagar í Ólafsdal

Dalablóð – Sýning Guðrúnar Tryggvadóttur

dalablóð-guðrún_tryggvadóttir

Dalablóð er heiti málverkasýningar Guðrúnar Tryggvadóttur í Ólafsdal, sem opnar þann 23. júlí kl. 14:00.
Sýningin stendur til 14. ágúst 2016 og er opin daglega frá kl. 12:00 til 17:00. Sýningin er í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal þar sem Guðrún stillir upp formæðrum sínum og sér og dóttur sinni, hverri á móti annarri og skapar þannig aðstæður fyrir fjölskyldufund.

Guðrún segir um þessa sýningu og tilurð hennar:

Á undanförnum mánuðum og árum hef ég unnið að verkum sem fjalla um fjórðu víddina, tímann, birtingarmynd hans, tölfræðilegar staðreyndir í endurnýjun kynslóðanna og þau mynstur sem þær framkalla.

Ég þurfti að leita leiða til að sjá tímann á nýjan hátt, tengja hann sjálfri mér og þar með öllu mannkyni. Um leið er ég að rannsaka innbyrðis tengsl kynslóðanna, þynningu erfðamengisins og minningar sem við berum í okkur frá einni kynslóð til annarrar og hugsanleg áhrif þeirra á okkar líf.

Þessi vinna hefur leitt mig inn á braut sem virðist nær óendanleg því þær stærðir og sá massi sem við blasir er mannskepnunni í raun óskiljanlegur í óendanleika sínum.

Um leið hef ég verið að vinna úr minningum sem ég hef um formæður mínar og skoða hlutverkið sem þær hafa leikið í lífinu sem er í raun sama hlutverkið og hver manneskja leikur í dag og mun leika í framtíðinni.
Þetta stefnumót við formæður mínar varpar sífellt upp nýjum myndum og mynstrum sem mér finnast bæði upplýsandi og gefandi að skoða og vinna með innan ramma myndlistarinnar.

Sýningin „Dalablóð“ fjallar um formæður mínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og okkur hinar sem fluttust suður. En þar sem ég hef enga persónulega minningu sem tengist Dalasýslu beint hefur það verið ævintýri að fara á heimaslóðir formæðra minna og setja mig í þeirra spor, vinna úr reynslunni og mála þær síðan á staðnum, í Dölunum.

Markmiðið var að tengjast formæðrum mínum í anda og efni og reyna að bera okkur saman eða sameina okkur. Finna einhvern þráð sem mig vantar og mér finnst áhugaverður í leit minni að sjálfri mér og eðli mannlegs lífs.

Niðurstaða mín er sú að í raun upplifum við allar það sama. Forvitni og gleði, ástir og sorgir og sífellda glímu við að fæða börnin okkar, hlúa að fjölskyldunni, finna lífinu tilgang og reyna að lifa af í harðbýlu landi. Líkami okkar er tímabundið ástand sem kemur og fer, umbreytist í nýja kynslóð sem aftur upplifir það sama. Er það sama.

Lífið er gjöf sem við verðum að segja skilið við og afhenda nýjum kynslóðum og í því felst í raun mikil hamingja. Dauðinn er ekki sorglegur heldur hluti af nauðsynlegri verkan tilverunnar.

Afrakstur þessa ferðalags um tímann má sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal þar sem ég stilli upp formæðrum mínum og mér og dóttur minni, hverri á móti annarri og skapa okkur þannig aðstæður fyrir fjölskyldufund, hljóðlátt samtal um lífið sjálft, tilgang þess, andann og efnisheiminn og gleðina yfir því að fá að vera þátttakendur í því að halda lífinu áfram með sífelldri endurnýjun.