Bæjarhlaðið í Ólafsdal að taka stakkaskiptum

Í tíð Torfa og Guðlaugar átti sér stað mikil uppbygging á bæjarhlaðinu, eins og hægt er að sjá af gömlum myndum var þar fjöldi húsa til ýmissa nota á blómaskeiði skólans. Í tímans rás hafa þessar byggingar horfið ein af annarri, en íbúðar- og skólahúsið orðið eina húsið sem stóð eftir ásamt veggjum vatnshúsins og fjósins. Það var búið í Ólafsdal til 1968 og stopult til 1970, eftir það nýtti Menntaskólanum við Sund húsið í nokkur ár sem skólasel. Árið 1994 var björgunaraðgerðum hrundið af stað, en þá var húsið farið að láta verulega á sjá, þær lagfæringar áttu án efa mestan þátt í að húsið yrði ekki veðrum og vindum að bráð. Nú er öldin önnur og framtíðin björt og í vetur hafa starfsmenn Minjaverndar heldur betur látið hendur standa fram úr ermum sem sjá má.

Veitukerfið er undirstaða fyrir innviði bæjarhlaðsins og hér er vandað til undirstöðuþáttanna.

Bæjarhlaðið smásaman að taka á sig fyrri reisn.

Vinna innandyra komin á fullt.