Elfa og Halli tekin við staðarhaldi


Ólafsdalur og Gilsfjörðurinn hafa skartað sínu fegursta þessa dagana. Fjöldi gesta hefur heimsótt okkur síðustu daga. Veðurspáin lofar góðu og við hlökkum til að sjá ykkur.

Nýir staðarhaldarar eru Elfa og Halli.

,,Sagan endurtekur sig“ Torfi ,,í Ólafsdal“ og Þuríður staðarhaldarar

Þeir sem koma í heimsókn þessa dagana hitta fyrir Torfa ,,í Ólafsdal“,  Torfi Bjarnason er langalangafi nafna síns. Torfi er sonur Markúsar Torfasonar, Markússonar, Torfa Bjarnasonar. Hann og eiginkona hans Þuríđi Guđbjörnsdóttur eru stađarhaldarar þessa vikuna. Þeim finnst stórkostlegt að vera í Ólafsdal segja veru sína virkilega góða upplifun og gaman sé að taka á móti gestum og segja frá staðnum. Enda búiđ ađ vera gestkvæmt. Í gær komu m.a. Gunnar Kristinsson sem er uppalinn í Saurbænum ásamt Dóru Herbertsdóttur konu sinni í húsbíl ásamt þrem öðrum húsbílum.

Húnvetningar, forleifafræðingar og erlendir ferðamenn í Ólafsdal

Gaman að fá 14 manna hressan hóp,  „jeppahópinn“, sem að mestu er brottfluttir Húnvetningar (Blönduós og nágrenni), í heimsókn í vikunni. Þau hafa farið í ferðir saman í um 30 ár. Eins og þekkt er studdu Húnvetningar Torfa mikið og höfðu áform um að koma á ,,fyrirmyndarbúi, kennslubúi eða einskonar búnaðarskóla“ með Torfa þó ekki hafi orðið af þeim áformum.

Þessa dagana eru einnig fjórir fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands með bækistöð í Ólafsdal. Þrír þeirra eru að vinna við að fornleifaskrá svæði í Saurbæ sem tengdist búsetu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara (á 13. öld) þar í sveit, með áherslu á Staðarhól (þar bjó hann lengi) og aðra bæi í Staðarhólsdal. Ein er síðan að vinna að því að „fleyta“ efni úr gólflögum í landnámsskálanum í Ólafsdal.

Einnig hafa hér verið tveir bændur úr Saurbænum, Arnar í Stóraholti og Guðmundur á Kjarlaksvöllum, að vinna að því að moka að og hylja síðan að mestu með torfþökum áhaldahús niðri í barðinu sem Loftorka reisti fyrir Minjavernd í fyrra.

Gestir eru upp til hópa mjög fróðleiksfúsir og stoppa að meðaltali 1-2 klst. Margir ganga að víkingaaldarminjunum.

Erlendir ferðamenn farnir að sjást meira, s.s. frá Þýskalandi og Póllandi. 

Grænmetið lítur vel út og vex hratt.

Íbúðar- og skólahúsið opið

This image has an empty alt attribute; its file name is received_283541119524059.jpeg

Eins og áður hefur komið fram þá fékk félagið aðgang að íbúðar og skólahúsinu í sumar, en það leit ekki út fyrir að svo yrði þetta sumarið.

Staðarhaldari opnaði með pompi og prakt þann 11.6.2020 og strax fyrsta daginn komu yfir 50 manns í heimsókn.

Ýmist skođuđu húsiđ, sýninguna, nutu kynningar staðarhaldara, fengu kaffi og rjómavöfflur eđa gengu upp að landnámskálanum.

Fínn dagur međ glöđum og skemmtilegum gestum. 

Hlökkum til komandi vikna međ fjölda gesta.