Ólafsdalur – Upplifið einstaka sögu og náttúru

Á döfinni

Þá er sumaropnun íbúðar- og skólahússins 2021 komin í gang. Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun um Ólafsdalshátíðin, áætlað er að hún verði 14. ágúst næst komandi, en það getur auðvitað breytst.

Saga Ólafsdals

Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

Um félagið

Ólafsdalsfélagið var stofnað í júní 2007 og vinnur að endurreisn Ólafsdals sem er einn merkasti menningarminjastaður á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Jafnframt vill félagið stuðla að fjölgun starfa og frekari nýsköpun í Dalabyggð og nágrenni.