ÓLASFDALSHÁTÍÐ 14. ÁGÚST AFLÝST – en opið til 15. ágúst.

Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með afýst vegna Covid fjöldatakmarkana.

Áfram verður opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst.

Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar.

Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.

Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017. Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.

Góð aðsókn hefur verið að Ólafsdal frá opnun í sumar. Veðrið undanfarna daga hefur verið frábært og veðurspáin er góð.

Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.

Fornleifafræðingarnir mættir í Ólafsdal.

Verið að grafa elstu gólflögin.

Strax á fyrsta degi fannst þessi fína tvöfalda glerperla.


Annað sem fundist hefur er meðal annars:

  • Snældusnúður úr blýi
  • Kolaða fræ
  • Snúin glerperla, víkingaaldargripur
  • Sólgul perl
Loftmynd af víkingaskálanum sumarið 2020

Gönguhópur hvílir lúin bein við styttuna af Torfa og Guðlaug.

Endurbygging gengur vel.