Fjöldi góðar gesta heimsóttu Ólafsdal sumarið 2021.

Nú eru galvaskir smiðir og aðrir iðnaðarmenn á vegum Minjaverndar mættir aftur eftir sumarfrí og halda áfram uppbyggingu húsanna í haust og vetur.

Veðrið var ljómandi gott allan tímann á meðan sumaropnuninni stóð og sól í allra sinni. Vinsælt var að ganga að víkingaaldarminjunum þar sem forleifafræðingar Forleifastofnunar Íslands voru að störfum. Þeir hafa nú lokið staðbundnum rannsóknum þetta árið. Endurreistar byggingar í Ólafsdal vöktu mikinn áhuga og eftir því tekið hversu vinnubrögð eru vönduð. Margir spurðu hvenær mætti fara að bóka gistingu á staðnum sem áformað er að opna fyrir sumarið 2024. Augljóst að mikill áhugi er fyrir því að gista og dvelja lengur í Ólafsdal þegar slíkt verður í boði, við sem höfum reynslu af því getum alveg skilið það.

Ólafsdalsfélagið þakkar Minjavernd fyrir að veita okkur enn eitt tækifærið til að hafa íbúðar- og skólahúsið opið fyrir gesti sem notið hafa sýningar og leiðsagnar í því góða andrúmslofti sem ríkir í þessu einstaka húsi.

Við þökkum öllum þeim yndislegu gestum sem lögðu leið sína til okkar í Ólafsdal hjartanlega fyrir komuna.

Sjáumst hress og kát á næsta ári!

Elínborg Kristinsdóttir (uppalin í dalnum) mætti við 17da mann í Ólafsdal.

Kristjón, Jóna, Arnór, Áslaug, Þorsteinn, Guðmundur og Helga.
Guðmundur Rögnvaldsson frá Ólafsdal, kampakátur með að vera kominn ,,heim“.
Kristjón Í Tjaldsnesi glaðhlakkalegur með kaffi og vöfflur.

Atli Ingólfsson frá Brautarholti í Dölum ásamt syni og vini hans.
Símon og Kristján Gunnarssynir, barnabörn Arnkels Ingimundarsonar sem ólst upp í Ólafsdal 1906-16.
Erlingur Teitsson og Sigurlaug Svavarsdóttir, bændur að Brún í Reykjadal, Suður Þingeyjarsýslu.
Frændurnir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins og Halldór Ásgeirsson myndlistamaður. Halldór er sonarsonur Ragnheiðar Torfadóttir (eldri). Rögnvaldur er aftur á móti sonarsonur Áslaugar Torfadóttur og því eru Torfi og Guðlaug langafi og langamma beggja þessara myndar sveina.

Þremenningarnir Torfi Ólafur Sverrisson og Ragnheiður Torfadóttir, langafi þeirra fylgist með.
Nóg að gera hjá Helgu Fanneyju við að hjálpa Helgu ömmu í eldhúsinu.
María Játvarðsdóttir og Húgó eiginmaður hennar.
Inga Björg Sverrisdóttir að nærast fyrir móttökur næsta dags.
Áslaug, Sigurbjörg (frá Þverdal), Guðlaug (frá Þverdal) og Helga, búnar að fara yfir reikninga skólans.