Fjöldi góðar gesta heimsóttu Ólafsdal sumarið 2021.
Nú eru galvaskir smiðir og aðrir iðnaðarmenn á vegum Minjaverndar mættir aftur eftir sumarfrí og halda áfram uppbyggingu húsanna í haust og vetur.
Veðrið var ljómandi gott allan tímann á meðan sumaropnuninni stóð og sól í allra sinni. Vinsælt var að ganga að víkingaaldarminjunum þar sem forleifafræðingar Forleifastofnunar Íslands voru að störfum. Þeir hafa nú lokið staðbundnum rannsóknum þetta árið. Endurreistar byggingar í Ólafsdal vöktu mikinn áhuga og eftir því tekið hversu vinnubrögð eru vönduð. Margir spurðu hvenær mætti fara að bóka gistingu á staðnum sem áformað er að opna fyrir sumarið 2024. Augljóst að mikill áhugi er fyrir því að gista og dvelja lengur í Ólafsdal þegar slíkt verður í boði, við sem höfum reynslu af því getum alveg skilið það.
Ólafsdalsfélagið þakkar Minjavernd fyrir að veita okkur enn eitt tækifærið til að hafa íbúðar- og skólahúsið opið fyrir gesti sem notið hafa sýningar og leiðsagnar í því góða andrúmslofti sem ríkir í þessu einstaka húsi.
Við þökkum öllum þeim yndislegu gestum sem lögðu leið sína til okkar í Ólafsdal hjartanlega fyrir komuna.
Sjáumst hress og kát á næsta ári!