Fjöldi góðar gesta heimsóttu Ólafsdal sumarið 2021.

Nú eru galvaskir smiðir og aðrir iðnaðarmenn á vegum Minjaverndar mættir aftur eftir sumarfrí og halda áfram uppbyggingu húsanna í haust og vetur.

Veðrið var ljómandi gott allan tímann á meðan sumaropnuninni stóð og sól í allra sinni. Vinsælt var að ganga að víkingaaldarminjunum þar sem forleifafræðingar Forleifastofnunar Íslands voru að störfum. Þeir hafa nú lokið staðbundnum rannsóknum þetta árið. Endurreistar byggingar í Ólafsdal vöktu mikinn áhuga og eftir því tekið hversu vinnubrögð eru vönduð. Margir spurðu hvenær mætti fara að bóka gistingu á staðnum sem áformað er að opna fyrir sumarið 2024. Augljóst að mikill áhugi er fyrir því að gista og dvelja lengur í Ólafsdal þegar slíkt verður í boði, við sem höfum reynslu af því getum alveg skilið það.

Ólafsdalsfélagið þakkar Minjavernd fyrir að veita okkur enn eitt tækifærið til að hafa íbúðar- og skólahúsið opið fyrir gesti sem notið hafa sýningar og leiðsagnar í því góða andrúmslofti sem ríkir í þessu einstaka húsi.

Við þökkum öllum þeim yndislegu gestum sem lögðu leið sína til okkar í Ólafsdal hjartanlega fyrir komuna.

Sjáumst hress og kát á næsta ári!

Elínborg Kristinsdóttir (uppalin í dalnum) mætti við 17da mann í Ólafsdal.

Kristjón, Jóna, Arnór, Áslaug, Þorsteinn, Guðmundur og Helga.
Guðmundur Rögnvaldsson frá Ólafsdal, kampakátur með að vera kominn ,,heim“.
Kristjón Í Tjaldsnesi glaðhlakkalegur með kaffi og vöfflur.

Atli Ingólfsson frá Brautarholti í Dölum ásamt syni og vini hans.
Símon og Kristján Gunnarssynir, barnabörn Arnkels Ingimundarsonar sem ólst upp í Ólafsdal 1906-16.
Erlingur Teitsson og Sigurlaug Svavarsdóttir, bændur að Brún í Reykjadal, Suður Þingeyjarsýslu.
Frændurnir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins og Halldór Ásgeirsson myndlistamaður. Halldór er sonarsonur Ragnheiðar Torfadóttir (eldri). Rögnvaldur er aftur á móti sonarsonur Áslaugar Torfadóttur og því eru Torfi og Guðlaug langafi og langamma beggja þessara myndar sveina.

Þremenningarnir Torfi Ólafur Sverrisson og Ragnheiður Torfadóttir, langafi þeirra fylgist með.
Nóg að gera hjá Helgu Fanneyju við að hjálpa Helgu ömmu í eldhúsinu.
María Játvarðsdóttir og Húgó eiginmaður hennar.
Inga Björg Sverrisdóttir að nærast fyrir móttökur næsta dags.
Áslaug, Sigurbjörg (frá Þverdal), Guðlaug (frá Þverdal) og Helga, búnar að fara yfir reikninga skólans.

ÓLASFDALSHÁTÍÐ 14. ÁGÚST AFLÝST – en opið til 15. ágúst.

Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með afýst vegna Covid fjöldatakmarkana.

Áfram verður opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst.

Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar.

Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.

Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017. Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.

Góð aðsókn hefur verið að Ólafsdal frá opnun í sumar. Veðrið undanfarna daga hefur verið frábært og veðurspáin er góð.

Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.

Fornleifafræðingarnir mættir í Ólafsdal.

Verið að grafa elstu gólflögin.

Strax á fyrsta degi fannst þessi fína tvöfalda glerperla.


Annað sem fundist hefur er meðal annars:

  • Snældusnúður úr blýi
  • Kolaða fræ
  • Snúin glerperla, víkingaaldargripur
  • Sólgul perl
Loftmynd af víkingaskálanum sumarið 2020

Gönguhópur hvílir lúin bein við styttuna af Torfa og Guðlaug.

Endurbygging gengur vel.

Margir leggja leið sína í Ólafsdal

Frá opnun hafa margir komið í Ólafsdal á degi hverjum. Eins og við bjuggumst við þá heimsóttu okkur fjöldi fólks um verslunarmannahelgina. Aðallega hafa þetta verið íslendingar en inn á milli erlendir ferðamenn. Sumir gesta greina frá tengslum sínum við Ólafsdal, eru afkomendur nemenda eða Torfa og Guðlaugar, hafa tengsl í gegnum Menntaskólann við Sund, eru nágrannar úr Saurbæ eða Reykhólahreppi. Alltaf gaman að heyra frásagnir fólks af sínum tengslum við staðinn, þær auðga og bæta við þekkinguna um líf og starf í Ólafsdal. Þann 3. ágúst fengum við einstaka heimsókn, þegar Bjarni Guðmundsson frá Hvanneyri kom færandi hendi. Hann færði, eins og hann orðaði það ,,Ólafsdalsskóla“, bækurnar ,,Íslenskir sláttuhættir“ og ,,Yrkja vil ég jörð“ að gjöf, en hann er höfundur beggja ritanna. Þessar bækur innihalda mikinn fróðleik um landbúnað fyrri tíma og þar með fróðleik um Torfa Bjarnason og Ólafsdalsskólann, þar sem bæði Torfi sem einstaklingur og starf það sem unnið var í Ólafsdal markaði straumhvörf í landbúnaðarsögu Íslands.

Hér veitir fulltrúi Ólafsdalsfélagsins/,,Ólafsdalsskóla“ Torfi Ólafur Sverrisson, bókagjöfinni viđtöku. Ólafsdalsfélagiđ færir Bjarna bestu þakkir fyrir gjöfina.

Kvöldflug um Ólafsdal 30.7.2021