Entries by Torfi Olafur Sverrisson

Lokadagar opnunar og grænmetisupptekt

Þá er komið að lokahelginni þar sem opið er fyrir gesti í íbúðar- og skólahúsinu. Grænmetið verður tekið upp á laugardeginum, 15. ágúst, en þá gefst þeim sem koma í heimsókn tækifæri á að næla sér í rófur, hnúðkál, grænkáls eða annað það sem kemur úr matjurtargarðinum. Velkomin í heimsókn, staðarhaldarar.

Hætt við Ólafsdalshátíð, en opið fyrir gesti til 15. ágúst.

Nú er því miður komin upp sú staða að við verðum að hætta við þrettándu Ólafsdalshátíðina þann 15. ágúst næstkomandi. Það eru mikil vonbrigđi því hún hefur veriđ eitt af mikilvægust verkefnum félagsins ár hvert. 100 manna takmarkanir og 2 metra nálægðar reglan gera okkur ókleift ađ skipuleggja hátíðina. Áfram verður þó opið fyrir gesti […]

Sumaropnun 2020

Þær ánægjulegu aðstæður hafa skapast að félaginu stendur nú til boða að hafa íbúðar- og skólahúsið í Ólafsdal til afnota í 5 vikur í sumar. Við munum því geta haft opið hús líkt og undanfarin sumur frá 11. júlí til 15. ágúst. Opið verður frá 11-17 alla dag. Allir velkomnir í heimsókn.

Forleifarannsóknir halda áfram

Með framlagi Fornminjasjóðs og stuðningi Minjaverndar halda fornleifarannsóknir í Ólafsdal áfram. Áætlað er að ljúka við uppgröft á skálanum og grafa upp jarðhýsi norðan við hann. Frekari leit verður einnig gerð með greftri könnunaskurða. Í sumar er reiknað með liðsauka frá Háskólanum í Durham á Englandi. Á myndinn sést hreinsunartæki til að fleyta sýnum úr […]

Heitt vatn finnst í Ólafsdal

Nú hafa heldur betur orðið tíðindi í dalnum okkar. Laugardaginn 2. nóvember komu bormenn niður á heitt vatn eins og fram kemur í frétt Skessuhorns. Við óskum Minjavernd og Ólafsdal til hamingju með þennan kærkomna fund, þetta breytir miklu fyrir framtíð staðarins. Látum Skessuhorn um að lýsa þessu nánar með því að smella á þennan […]