Fornleifagreftri lokið í sumar

Það hefur verið órjúfanleg sönnun þess að sumarið er komið þegar fornleifafræðingarnir koma í Ólafsdal til að halda áfram rannsóknum sínum á víkingaskálanum og umhverfi hans. Nú eru sumarfuglarnir búnir að pakka saman og flognir suður þar sem fram undan eru frekari rannsóknir á því sem fannst eða kom í ljós í sumar. Við eigum svo eftir að njóta ávaxtanna síðar. Á þessari stundu er ekki vitað annað en þetta hafi verið síðasta sumarið sem fornleifauppgröftur fer fram í Ólafsdal að minnsta kosti að svo komnu máli. Sérlega gaman hefur verið að fylgjast með þeim uppgötvunum sem átt hafa sér stað. Ólafsdalsfélagið vill þakka öllum sem dvalið hafa eða komið í Ólafsdal í tengslum við rannsóknina fyrir þeirra framlag.

https://www.facebook.com/fornleifastofnunislands

Sumaropnun 2020

Þær ánægjulegu aðstæður hafa skapast að félaginu stendur nú til boða að hafa íbúðar- og skólahúsið í Ólafsdal til afnota í 5 vikur í sumar.

Við munum því geta haft opið hús líkt og undanfarin sumur frá 11. júlí til 15. ágúst. Opið verður frá 11-17 alla dag.

Allir velkomnir í heimsókn.