Ólafsdalshátíðin 2019

Á undan formlegri dagskrá var boðið upp á gögnuferð að uppgreftrinum en þar hefur komið í ljós víkingaraldarskáli og mögulega eru fleiri byggingar að finna í kringum hann. Einnig stóð til að ganga upp í Neðri Skál en ekki reyndist áhugi fyrir því enda veðrið ekki hagstætt. Bregða þurfti út frá hefðbundnu fyrir komulagi með hátíðartjald af ótta við að vindhviður mundu geta hrifið tjaldið á loft með ófyrirséðum afleiðingum. Brugðið var á það ráð að halda hátíðana við vesturhlið Ólafsdalshússins sem byggt var 1896. Hátíðin var að vanda vegleg og einnig vel sótt þrátt fyrir lægra hitastig og meiri vind en einkennt hefur sumarið 2019. Að vanda voru erindi, ræður og skemmtiatriði af bestu gerð og ánægjulegt að svo margir létu verða af för í Ólafsdal, stjórnfélagsins færir öllum gestum og þeim sem lögðu sitt af mörkum í þágu hátíðarinnar, bestu þakkir.

Ósóttir vinningar í happdrætti:

165 – Kakalaskáli Kringlumýri í Skagafirði
351 – 1238 Baráttan um Ísland
306 – Ferðavinningur – gjafabréf Heimsferða

Vinninga er hægt að vitja hjá formanni félagsins, Rögnvaldi Guðmundssyni póstfang: rognvaldur@rrf.is eða síma 693 2915