Fornleifarannsóknir í Ólafsdal

 

Við fornleifaskráningu í Ólafsdal fundust rústir sem aldursgreindar hafa verið til 9. eða 10. aldar. Fornleifastofnun Íslands mun hefja rannsóknir sumarið 2018 í samvinnu við Minjavernd.

Útlínur skála við Tunguholt, nærri Ólafsdalsánni.

Rústaþyrpingin fannst á Tungunni innarlega í Ólafsdal, milli ánna. Þar eru nokkrar byggingar, m.a. aflöng rúst yfir 20 m löng með bogadregnum langveggjum og niðurgrafin sporöskjulaga rúst við enda hennar. Hvoru tveggja gat verið til marks um háan aldur, sennilega víkingaöld. Haustið 2017 var grafinn könnunarskurður og komið niður á gólflag og eldstæði. Öskusýni sem send voru til aldursgreiningar í Glasgow benda til þess að rústin sé frá 9. eða 10. öld.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebooksíðu rannsóknarinnar.