Fjölsótt Ólafsdalshátíð 2017

Ólafsdalshátíðin 2017 var sú fjölsóttasta frá upphafi enda dagskráin vegleg og veðrið lék við hátíðargesti.

Stjórn Ólafsdalsfélagsins færir öllum gestum og þeim sem lögðu sitt af mörkum í þágu hátíðarinnar, bestu þakkir.

Enn eru nokkrir vinningar ósóttir.

Þeir komu á miða nr. 86, 333, 381, 422, 458, 499 og 567 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Vinninganna má vitja hjá Rögnvaldi Guðmundssyni, formanni Ólafsdalsfélagsins; rognvaldur@rrf.is, farsími 6932915.

Víkingaaldarminjar í Ólafsdal?

Ólafsdalshátíðin hófst á sögugöngu undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings. Efni þeirrar sögugöngu hefur vakið nokkra athygli enda mögulega fundnar minjar frá víkingaöld í dalnum. Hér má sjá frétt Skessuhorns um gönguna.