Fjölsótt Ólafsdalshátíð 2018

Ólafsdalshátíðin var haldin í einstakri veðurblíðu laugardaginn 11. ágúst. Tæplega 100 manns skoðuðu fornleifauppgröftinn undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur um morguninn. Um hádegi var straumur fólks í dalinn til að ná glæsilegri hátíðardagskrá og markaði. Nokkrar myndir frá hátíðinni eru komnar á facebook síðu Ólafsdal. Í lok hátíðar var svo dregið í happdrættinu. Nokkrir vinningar eru ósóttir:
Miði 227: Amma mús – handavinnuhús: útsaumspakki (tveir púðar)
Miði 296: Amma mús – handavinnuhús: útsaumspakki (tveir púðar)
Miði 396: Hlið á Álftanesi (c/o Fjörukráin): gisting fyrir tvo með morgunmat.
Miðið 424: Fjörukráin: sælkerakvöldverður fyrir tvo.
Eigendur miðanna eru hvattir til að vitja vinninganna hjá Rögnvaldi, formanni Ólafsdalsfélagsins, sími 6932915, netfang rognvaldur@rrf.is