Ólafsdalshátíð 2017 – Fjölbreytt dagskrá

Ferðamálaráðherra, Laddi, Valdimar, Leikhópurinn Lotta, erindi um fornleifar í Ólafsdal, Harmonikkuleikarar úr Dalabyggð, gönguferð með leiðsögn, sýningar, handverks- og matarmarkaður, hestar teymdir undir börnum. Allir finna eitthvað við sitt hæfi á Ólafsdalshátíð 2017 sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2017

12.00-13.15 Gönguferð um minjastaði í Ólafsdal.
Hafa fundist víkingaaldarminjar í dalnum? Leiðsögumaður: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Mæting kl. 11.45.

13.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst.
Veglegir vinningar: Miðaverð 500 kr.

13.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu

  • Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.
  • Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð.
  • Konurnar í Ólafsdal: sýning á 2. hæð.
  • Fræðslumyndband um Ólafsdal á 2. hæð.

14.00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Erindi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.

Gamanmál: Snillingurinn síungi Laddi (Þórhallur Sigurðsson) með 30 mínútna skemmtidagskrá. Afbragð fyrir tárakirtlana og hláturtaugarnar.

Tónlist: Félagar í Harmonikkufélaginu Nikkólínu í Dalabyggð taka á sprett.

Erindi: Fornleifar og menningarlandslag í Ólafsdal. Birna Lárusdóttir, forleifafræðingur.

Tónlist: Söngvarinn góðkunni Valdimar Guðmundsson syngur fyrir gesti. Undirleikari Örn Eldjárn.

Leiklist: Félagar í Leikhópnum Lottu skemmta börnum á öllum aldri.

Kynnir: Halla S. Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal.

17.00 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.

Hestar teymdir undir börnum.

Kaffi, djús, kleinur, flatkökur og pönnukökur á sanngjörnu verði.

ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.