Forleifarannsóknir halda áfram
Með framlagi Fornminjasjóðs og stuðningi Minjaverndar halda fornleifarannsóknir í Ólafsdal áfram. Áætlað er að ljúka við uppgröft á skálanum og grafa upp jarðhýsi norðan við hann. Frekari leit verður einnig gerð með greftri könnunaskurða. Í sumar er reiknað með liðsauka frá Háskólanum í Durham á Englandi.
Á myndinn sést hreinsunartæki til að fleyta sýnum úr gólfum víkingaskálans. Tunnan er fyllt af vatni og jarðvegssýni, nokkrum lítrum í senn, hellt út í. Í vatninu skiljast sundur agnir af ólíkri gerð og þyngd: Kolaðar leifar, sem geta innihaldið fræ og brenndan við, fljóta upp og renna í sigti með ólíkri möskvastærð til frekari rannsóknar. Þyngri agnir, t.d. smásteinar og gripir, sökkva og lenda í síu ofan í tunnunni. Afgangurinn er fínkornóttur jarðvegur sem fellur til botns.
Í baksýn sjást smiðir frá Minjavernd sem vinna að því að endurbyggja gamla fjósið sem gistirými.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!