Færslur

Ólafsdalur, perla sem allir þurfa að heimsækja

Ólafsdalur er merkur sögu – og minjastaður við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðarbrúna. Þar var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af frumkvöðlinum Torfa Bjarnasyni árið 1880, fyrir 135 árum. Auk þess er nú 100 ártíð Torfa (d. 1915).

Í Ólafsdal verður opið alla daga í sumar kl. 12:00-17:00 fram til 16. ágúst. Umsjónarmenn verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræðingur. Sýningar eru þar um sögu Ólafsdalsskólans, konurnar í Ólafsdal o.fl., en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum. Einnig geta gestir fræðst um lífræna rækun grænmetis í Ólafsdal og keypt það á staðnum. Fræðslustígur er í Ólafsdal og góðar gönguleiðir í fallegum umhverfi. Staðurinn er því ein af þessum perlum á Íslandi sem allir þurfa að heimsækja.

Ólafsdalshátíð verður að þessu sinni haldin laugardaginn 8. ágúst. Verður dagskráin fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmtun fyrir börnin, áhugaverð erindi, vandaður handverksmarkaður og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og glæsilegt Ólafsdalshappdrætti.

Events

Ólafsdalshátíð 2022

Þrettánda Ólafsdalshátíðin í Gilsfirði
verður haldin laugardaginn 16. júlí 2022,
megindagskráin verður frá kl. 13 til 17.

 

Gæti verið mynd af 10 manns og texti

Minjavernd endurreisir og endurbætir nú byggingar þar (er stóðu í Ólafsdal um 1900) af miklum myndarbrag og smekkvísi.

Gestum gefst kostur á að kynna sér þær miklu breytingar sem eru að verða á bæjarhlaðinu.

Nú eru risin fimm hús þar sem skólahúsið stóð eitt áður, sjón er sögu ríkari.

Ólafsdalur er ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi.