Þrettánda Ólafsdalshátíðin í Gilsfirði
verður haldin laugardaginn 16. júlí 2022,
megindagskráin verður frá kl. 13 til 17.
Minjavernd endurreisir og endurbætir nú byggingar þar (er stóðu í Ólafsdal um 1900) af miklum myndarbrag og smekkvísi.
Gestum gefst kostur á að kynna sér þær miklu breytingar sem eru að verða á bæjarhlaðinu.
Nú eru risin fimm hús þar sem skólahúsið stóð eitt áður, sjón er sögu ríkari.
Ólafsdalur er ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi.