
Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2018
11.00 Gönguferð að víkingaaldarskálanum í Ólafsdal og öðrum minjum.
Leiðsögumaður: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur.
Mæting kl. 10.45
12.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst.
Glæsilegir vinningar. Miðaverð 500 kr.
12.00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu:
Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.
Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð.
Konurnar í Ólafsdal: sýning á 2. hæð.
Fræðslumyndband um Ólafsdal á 2. hæð.
13.00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar flytur ávarp.
Auður Axelsdóttir, forstöðukona Hugarafls og afkomandi Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal flytur ávarp.
Snorri Helgason, söngvari og lagahöfundur.
Bjarni Guðmundsson, prófessor og fræðimaður á Hvanneyri: Súrheysgerð Torfa í Ólafsdal – nýjung á 19. öld.
Frímann (Gunnar Hansson leikari) kitlar hláturtaugarnar.
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur: Víkingaaldarminjar í Ólafsdal – nýjustu fréttir.
Trúðurinn Willy frá Sirkus Íslands skemmtir börnum á öllum aldri.
Kynnir: Bjarni Guðmundsson.
Hestar teymdir undir börnum.
Kvenfélagið Assa með veitingar á sanngjörnu verði.
16.30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.
ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.