Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/class-wp-user-query.php on line 1

Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/class-wp-user-query.php on line 1

Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 1

Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/class-wp-comment-query.php on line 1

Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/assets/script-loader-packages.php on line 1

Notice: Uninitialized string offset: 0 in /var/www/virtual/olafsdalur.is/htdocs/wp-includes/assets/script-loader-packages.php on line 1
Á söguslóðum – Ólafsdalur

Velkomin á söguslóðir

Sögusýning, jarðræktaminjar, fræðslustígur og gönguleiðir

Ólafsdalur er í Dalasýslu, við sunnanverðan Gilsfjörð. Beygt er til austurs af Vestfjarðavegi (60), rétt sunnan við Gilsfjarðarbrúna og þaðan liggur leiðin um 7 km í Ólafsdal. Frá Reykjavík er 200 km akstur á bundnu slitlagi alla leið nema inn Gilsfjörðinn. Þessi sögufrægi staður liggur því vel við heimsókn.
Í Ólafsdal er gengið inn í söguna í bókstaflegri merkingu.

Í skólahúsinu er sýning um fyrsta búnaðarskóla Íslands og brautryðjendastarf þeirra Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Merktur fræðslustígur leiðir gesti um jarðræktarminjar og helstu kennileiti í dalnum. Hægt er að hlaða leiðsögninni niður í pdf formi. Lengri og skemmri gönguleiðir tengjast Ólafsdal.

Allt um kring eru líka slóðir sem vert er að skoða: Sögustaðir Íslendingasagna og Sturlungu, lifandi sögusýning á bæ Eiríks rauða, rjómabúið Erpsstöðum, Guðrúnarlaug í Sælingsdal, rómuð hringferð um Fellsströnd og Skarðsströnd fyrir Klofning, fjallvegurinn fagri um Steinadalsheiði milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, Reykhólar og margt fleira.

Sjá nánar um sumaropnun í Ólafsdal og heimsókn í dalinn.