Ólafsdalsfélagið var stofnað í júní 2007 til að vinna að endurreisn Ólafsdals við Gilsfjörð sem er einn merkasti menningarminjastaður á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Jafnframt vill félagið stuðla að fjölgun starfa og frekari nýsköpun í Dalabyggð og nágrenni. Ljómandi samvinna hefur verið við Dalabyggð frá upphafi, beinn og óbeinn stuðningur sem hér með er þakkaður. Í Ólafsdalsfélaginu eru nú um milli 300 og 400 skráðir félagsmenn: núverandi íbúar í Dalabyggð og brottfluttir – ættingjar Torfa og Guðlaugar – fyrrum íbúar í Ólafsdal og afkomendur þeirra – gamlir nemendur við Menntaskólann við Sund – áhugafólk um sögu og menningu o.fl. Árleg Ólafsdalshátíð hefur fest sig í sessi. Þá heldur félagið úti starfsemi á sumrin og tryggir að þessi sögufrægi staður sé aðgengilegur almenningi.
Ólafsdalsfélagið er aðili að samningi ríkisins við Minjavernd þess efnis að Minjavernd endurreisi allar þær byggingar í Ólafsdal sem þar stóðu á tímum Torfa Bjarnasonar.
Markmið félagsins eru:
- Stuðla að eflingu og varðveislu Ólafsdals í Dölum, sem er í flokki merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi.
- Stuðla að því að staðurinn verði meðal helstu kennileita í Dölum og laði að ferðafólk, atvinnu, hugvit og fjölbreytni.
- Forða staðnum frá frekari skemmdum og gera vandaðar áætlanir um uppbyggingu hans í framtíðinni.
- Félagið ætlar að afla fjár til uppbyggingarstarfsins og standa að kynningu og markaðssetningu Ólafsdals.
- Þá er ætlunin að setja fram hugmyndir að nýsköpun í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum í Dalabyggð og Reykhólahreppi til að styrkja ímynd og atvinnulíf svæðisins.
- Félagið ætlar að stuðla að samstarfi við aðila sem vinna að sambærilegum málum í menningarferðaþjónustu innanlands sem utan.
Stjórn félagsins skipa:
- Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur (formaður)
- Halla Steinólfsdóttir, bóndi (varaformaður)
- Ingveldur Guðmundsdóttir, bóndi (gjaldkeri)
- Arnar Guðmundsson, verkefnastjóri (ritari)
- Torfi Markússon, rekstrarfræðingur
Varamenn:
- Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur
- Torfi Ólafur Sverrisson, kerfisfræðingur