Sumaropnun
Njótið þess besta sem Ólafsdalur hefur upp á að bjóða
Íbúðar- og skólahúsið í Ólafsdal verður opið almenningi frá 25. júlí til 15. ágúst alla daga milli 12 og 17. Sögusýningu um brautryðjendastarf Torfa og Guðlaugar, merktir fræðslustígar og aðrar gönguferðir sem tengjast staðnum. Aðgangseyrir er 800 kr., frítt inn fyrir félaga í Ólafsdalsfélaginu. Kaffiveitingar í boði á góðu verði.
Áfram er unnið að rannsóknum á merkum fornminjum sem uppgötvuðust á Tunguholtinu innarlega í Ólafsdal. Þar hefur komið í ljós veglegur skáli frá landnámsöld ásamt fleiri byggingum. Hægt er að fylgjast með framgangi rannsókna á Facebook síðu fornleifarannsóknarinnar.