Fréttir
Fréttir af því sem er í gangi í dalnum fagra
Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri, flytur Sláttuvísu Jónasar Hallgrímssonar við eigið lag eftir undirritun samninga um endurreisn Ólafsdals. Bæði lögin sem Bjarni flutti við góðar undirtektir gesta í Ólafsdal tengdi hann starfi Ólafsdalsskólans.
Ólafsdalur er merkur sögu – og minjastaður við sunnanverðan Gilsfjörð, um 6 km frá veginum yfir Gilsfjarðarbrúna. Þar var fyrsti búnaðarskóli Íslands stofnaður af frumkvöðlinum Torfa Bjarnasyni árið 1880, fyrir 135 árum. Auk þess er nú 100 ártíð Torfa (d. 1915). Í Ólafsdal verður opið alla daga í sumar kl. 12:00-17:00 fram til 16. ágúst. […]