Hætt við Ólafsdalshátíð, en opið fyrir gesti til 15. ágúst.

Nú er því miður komin upp sú staða að við verðum að hætta við þrettándu Ólafsdalshátíðina þann 15. ágúst næstkomandi. Það eru mikil vonbrigđi því hún hefur veriđ eitt af mikilvægust verkefnum félagsins ár hvert. 100 manna takmarkanir og 2 metra nálægðar reglan gera okkur ókleift ađ skipuleggja hátíðina.

Áfram verður þó opið fyrir gesti í Ólafsdal alla daga kl. 12.00-17.00 fram til 15. ágúst, en ekki 16. ágúst eins og áður var áformað.

Í gestamóttökunni sinnum við vel COVID sóttvörnum og virðum 2 metra regluna, sleppum handklæðum á salernum, sótthreinsum reglulega helstu snertifleti, bjóðum gestum upp á einnota hanska, handspritt og svo framvegis.

Til mikillar ánægju hefur aðsókn að Ólafsdal verið óvenju góð frá opnun og margir áhugasamir Íslendingar á ferðinni, en einnig erlendir ferðamenn. Sennilega er aðsóknin þetta árið sú mesta frá því félagið fór að taka á móti gestum í Ólafsdal. Endurreisn staðarins og forleifafundurinn, langhús frá víkingatíma og aðrar fornar byggingar, hefur greinilega spurst út. Búum svo vel að margt er einnig að skoða og sjá utandyra í fallegu umhverfi Ólafsdals, þar sem minjar eru við hvert fótmál og gönguleiðir góðar.

Viđ þökkum skilninginn á þessum aðstæðum og væntum þess geta haldiđ Ólafsdalshátíð að ári.

Elfa og Halli tekin við staðarhaldi


Ólafsdalur og Gilsfjörðurinn hafa skartað sínu fegursta þessa dagana. Fjöldi gesta hefur heimsótt okkur síðustu daga. Veðurspáin lofar góðu og við hlökkum til að sjá ykkur.

Nýir staðarhaldarar eru Elfa og Halli.

,,Sagan endurtekur sig“ Torfi ,,í Ólafsdal“ og Þuríður staðarhaldarar

Þeir sem koma í heimsókn þessa dagana hitta fyrir Torfa ,,í Ólafsdal“,  Torfi Bjarnason er langalangafi nafna síns. Torfi er sonur Markúsar Torfasonar, Markússonar, Torfa Bjarnasonar. Hann og eiginkona hans Þuríđi Guđbjörnsdóttur eru stađarhaldarar þessa vikuna. Þeim finnst stórkostlegt að vera í Ólafsdal segja veru sína virkilega góða upplifun og gaman sé að taka á móti gestum og segja frá staðnum. Enda búiđ ađ vera gestkvæmt. Í gær komu m.a. Gunnar Kristinsson sem er uppalinn í Saurbænum ásamt Dóru Herbertsdóttur konu sinni í húsbíl ásamt þrem öðrum húsbílum.

Húnvetningar, forleifafræðingar og erlendir ferðamenn í Ólafsdal

Gaman að fá 14 manna hressan hóp,  „jeppahópinn“, sem að mestu er brottfluttir Húnvetningar (Blönduós og nágrenni), í heimsókn í vikunni. Þau hafa farið í ferðir saman í um 30 ár. Eins og þekkt er studdu Húnvetningar Torfa mikið og höfðu áform um að koma á ,,fyrirmyndarbúi, kennslubúi eða einskonar búnaðarskóla“ með Torfa þó ekki hafi orðið af þeim áformum.

Þessa dagana eru einnig fjórir fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands með bækistöð í Ólafsdal. Þrír þeirra eru að vinna við að fornleifaskrá svæði í Saurbæ sem tengdist búsetu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara (á 13. öld) þar í sveit, með áherslu á Staðarhól (þar bjó hann lengi) og aðra bæi í Staðarhólsdal. Ein er síðan að vinna að því að „fleyta“ efni úr gólflögum í landnámsskálanum í Ólafsdal.

Einnig hafa hér verið tveir bændur úr Saurbænum, Arnar í Stóraholti og Guðmundur á Kjarlaksvöllum, að vinna að því að moka að og hylja síðan að mestu með torfþökum áhaldahús niðri í barðinu sem Loftorka reisti fyrir Minjavernd í fyrra.

Gestir eru upp til hópa mjög fróðleiksfúsir og stoppa að meðaltali 1-2 klst. Margir ganga að víkingaaldarminjunum.

Erlendir ferðamenn farnir að sjást meira, s.s. frá Þýskalandi og Póllandi. 

Grænmetið lítur vel út og vex hratt.

Íbúðar- og skólahúsið opið

This image has an empty alt attribute; its file name is received_283541119524059.jpeg

Eins og áður hefur komið fram þá fékk félagið aðgang að íbúðar og skólahúsinu í sumar, en það leit ekki út fyrir að svo yrði þetta sumarið.

Staðarhaldari opnaði með pompi og prakt þann 11.6.2020 og strax fyrsta daginn komu yfir 50 manns í heimsókn.

Ýmist skođuđu húsiđ, sýninguna, nutu kynningar staðarhaldara, fengu kaffi og rjómavöfflur eđa gengu upp að landnámskálanum.

Fínn dagur međ glöđum og skemmtilegum gestum. 

Hlökkum til komandi vikna međ fjölda gesta.

Fornleifagreftri lokið í sumar

Það hefur verið órjúfanleg sönnun þess að sumarið er komið þegar fornleifafræðingarnir koma í Ólafsdal til að halda áfram rannsóknum sínum á víkingaskálanum og umhverfi hans. Nú eru sumarfuglarnir búnir að pakka saman og flognir suður þar sem fram undan eru frekari rannsóknir á því sem fannst eða kom í ljós í sumar. Við eigum svo eftir að njóta ávaxtanna síðar. Á þessari stundu er ekki vitað annað en þetta hafi verið síðasta sumarið sem fornleifauppgröftur fer fram í Ólafsdal að minnsta kosti að svo komnu máli. Sérlega gaman hefur verið að fylgjast með þeim uppgötvunum sem átt hafa sér stað. Ólafsdalsfélagið vill þakka öllum sem dvalið hafa eða komið í Ólafsdal í tengslum við rannsóknina fyrir þeirra framlag.

https://www.facebook.com/fornleifastofnunislands

Sumaropnun 2020

Þær ánægjulegu aðstæður hafa skapast að félaginu stendur nú til boða að hafa íbúðar- og skólahúsið í Ólafsdal til afnota í 5 vikur í sumar.

Við munum því geta haft opið hús líkt og undanfarin sumur frá 11. júlí til 15. ágúst. Opið verður frá 11-17 alla dag.

Allir velkomnir í heimsókn.

Forleifarannsóknir halda áfram

Með framlagi Fornminjasjóðs og stuðningi Minjaverndar halda fornleifarannsóknir í Ólafsdal áfram. Áætlað er að ljúka við uppgröft á skálanum og grafa upp jarðhýsi norðan við hann. Frekari leit verður einnig gerð með greftri könnunaskurða. Í sumar er reiknað með liðsauka frá Háskólanum í Durham á Englandi.

Á myndinn sést hreinsunartæki til að fleyta sýnum úr gólfum víkingaskálans. Tunnan er fyllt af vatni og jarðvegssýni, nokkrum lítrum í senn, hellt út í.  Í vatninu skiljast sundur agnir af ólíkri gerð og þyngd: Kolaðar leifar, sem geta innihaldið fræ og brenndan við, fljóta upp og renna í sigti með ólíkri möskvastærð til frekari rannsóknar. Þyngri agnir, t.d. smásteinar og gripir, sökkva og lenda í síu ofan í tunnunni.  Afgangurinn er fínkornóttur jarðvegur sem fellur til botns.

Í baksýn sjást smiðir frá Minjavernd sem vinna að því að endurbyggja gamla fjósið sem gistirými.

Heitt vatn finnst í Ólafsdal

Nú hafa heldur betur orðið tíðindi í dalnum okkar. Laugardaginn 2. nóvember komu bormenn niður á heitt vatn eins og fram kemur í frétt Skessuhorns.

Við óskum Minjavernd og Ólafsdal til hamingju með þennan kærkomna fund, þetta breytir miklu fyrir framtíð staðarins.

Látum Skessuhorn um að lýsa þessu nánar með því að smella á þennan hlekk.

 

Sýningin Sjónarfur um ,,son“ Ólafsdals Sigmund Guðmundsson

Okkur langar til að benda fólki á sýningu Landsbókasafnsins – Háskólabókasafns um þennan ,,son“ Ólafsdals. Enn eitt dæmið um hve mikil uppspretta og nýjunar eiga uppruna sinn að rekja til Ólafsdals.

Sýningarskrá